spot_img
HomeFréttirÓlafur: Ég mun aldrei dæma úrvalsdeildarleik, get lofað ykkur því.

Ólafur: Ég mun aldrei dæma úrvalsdeildarleik, get lofað ykkur því.

Karfan.is skellti sér í kaffi hjá Ólafi Jónasi Sigurðssyni og við ræddum við hann um ferilinn og hvernig er að spila í Danmörku.
Hjá hvaða liði ólstu upp?
ÍR, var í ÍR frá 8 ára aldri og upp alla yngri flokka.
 
Hver var þinn uppáhaldsþjálfari í yngriflokkum?
Uppáhalds? Það er alveg hellingur, það eru nokkrir “legend” þjálfarar. Eggert Maríuson gerði okkur að Scania Cup meisturum hérna back in the days. Ætli maður verði ekki að segja það að Eggert sé uppáhalds. Svo náttúrlega Kalli Jóns (Karl Jónsson) og margir fleiri.
 
Ferill í úrvalsdeild á Íslandi ?
Ég spilaði meirihlutan af ferlinum með ÍR, ég held að fyrsta tímabilið sé 2000-2001 þegar að við komum upp í úrvalsdeildina, þá var ég búinn að spila 2 tímabil með þeim í fyrstu deild. Síðan fer ég í Stjörnuna tímabilið 2008-2009. Tímabilið eftir fer ég síðan út og spila mitt fyrsta tímabil með Aabyhøj og kem síðan aftur í febrúar 2010 og spila með Stjörnunni. Eitt og hálft tímabil með Stjörnunni annars alltaf í ÍR.
 
Hver var skemmtilegasti karakterinn sem að þú spilaðir með á Íslandi?
Það voru margir skemmtilegir karakterar sem að maður spilaði með. Við getum nefnt hérna nokkra, Trausti Stefánsson það er náttúrulega “legend”, síðan eru það náttúrulega menn eins og Ómar Örn Sævarsson, hann er hress og Fannar Helgason. Það eru margir góðir.
 
Hvernig kom það til að þú fórst til Danmerkur að spila?
Það er allt henni að kenna (en hér á Ólafur við kærustuna sína, Sveinu Björk Karlsdóttur). Hún flytur út til að fara í skóla og ég varð að elta. Eitthvað varð ég að finna mér að gera hérna hérna úti.
 
Afhverju fórstu til Aabyhøj ?
Það var Rúnar Birgir Gíslason sem að ég talaði við og hann talaði við Alan Foss (fyrrum þjálfari Aabyhøj) í byrjun, fyrst þegar að ég flutti hingað út. Þannig að ég mætti bara á æfingu og Arnar (Guðjónsson) var þarna aðstoðarþjálfari.
 
Hver er markmið liðsins fyrir veturinn?
Fyrst var það bara að halda okkur uppi í deildinni. En við erum með hörkuhóp þannig að markmiðið er að halda okkur í fjórða sætinu, það er raunhæft markmið finnst mér. Við erum með hörkuhóp sem að ég trúi að geti gert góðan hlut í vetur ef að allir eru vel stemmdir.
 
Hvernig er að spila fyrir Arnar Guðjónsson ungan og efnilega þjálfara ?
Hann er fáviti! (segir hann og hlær). Nei það er náttúrlega bara frábært, við erum náttúrulega góðir félagar og bara gaman að taka þátt í þessu hjá honum, þar sem að hann er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari. Hann er að stjórna þessu eins og herforingi og hann og Michael Niebling eru að ná vel til liðsins og halda mönnum á tánum. Ég verð að gefa honum “thumbs up” fyrir þetta hingað til.
 
Er mikill munur á íslensku deildinni og dönsku deildinni ?
Nei þetta er mjög svipað svona styrkleikasvið allavega. Boltinn er kannski soldið hægari hérna og meira um varnarleik. Hérna úti er meira skipulagðari bolti, meiri pælingar hérna úti, en heima er meira “run and gun” bolti. Það er mesti munurinn. Styrkleika séð er þetta mjög svipaður bolti.
 
Erfiðustu andstæðingar í dönsku deildinni?
Það eru klárlega Bakken Bears þar sem að vörnin þeirra er alveg fáránlega góð, það er mjög erfitt að spila á móti þeim.
 
En hver er erfiðasti leikmaðurinn í dönsku deildinni?
Martin Thuesen í Bakken Bears (spilaði með Snæfell árið 2009) hann er rosalega góður varnarmaður 1á1, það er erfitt að dripla upp á móti honum, sérstaklega fyrir 2 árum (2009-2010), þá límdi hann sig alveg á mann. En hann spilar ekki jafn mikið í dag eins og þá. Síðan er líka fullt af leikmönnum sem að er erfitt að dekka eins og Corin Henry í Team Fog Næstved, það er ekkert grín að hlaupa á eftir honum. Hann er ******** snöggur
 
Nú ertu að þjálfa yngri flokka, er stefnan sett á að þjálfa úrvalsdeildarlið á Íslandi eða annarsstaðar ?
Nei ég held að ég komi ekkert til með að þjálfa, kannski einhverja yngri flokka.
 
Er það þá dómgæslan sem að kitlar?
Nei ég get ekki sagt það. Þetta er frábært starf sem að þeir eru að vinna þessir drengir en ég mun aldrei dæma úrvalsdeildar leik. Ég get lofað ykkur því.
 
Við þökkum Ólafi fyrir spjallið og það verður gaman að fylgjast með honum og Aabyhøj í vetur.
 
Mynd/ Thorbjørn WangenÓlafur í baráttunni gegn téðum Martin varnarhundi.
 
Sveinn Pálmar Einarsson skrifar frá Danmörku
 
  
Fréttir
- Auglýsing -