spot_img
HomeFréttirOddur tekur skóna af hillunni - Bjarki snýr aftur heim í Hveragerði

Oddur tekur skóna af hillunni – Bjarki snýr aftur heim í Hveragerði

Hamar hefur samið við þá Odd Ólafsson og Bjarka Friðgeirsson fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Oddur mun vera taka skóna af hillunni, en hann lék síðast fyrir Hamar tímabilið 2018-19 þar sem hann skilaði 8 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir liðið.

Bjarka er hinsvegar að snúa aftur heim til Hamars eftir að hafa verið með Selfoss síðustu tvö tímabilin.

Tilkynning:

Odd Ólafsson þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Hamars en Oddur hefur leikið lungað af ferlinum sínum hjá Hamri. Oddur spilaði síðast tímabilið 2018/19 en þá skilaði hann 8 stigum, 5 stoðsendingum og 4 fráköstum að meðaltali í leik. Oddur er gríðarlegur liðstyrkur við ungt Hamarsliðið og kemur hann með mikla reynslu inn í liðið.Þá hefur Bjarki Friðgeirsson einnig snúið aftur á heimaslóðir en Bjarki hefur síðastliðinn tvö tímabil verið á Selfossi. Bjarki lék upp yngriflokka Hamars og spilaði eitt tímabil 2016/17.

Fréttir
- Auglýsing -