Memphis Grizzlies náðu að knýja fram oddaleik í viðuriegn Oklahoma og Memphis með góðum sigri í nótt – 95-83. Zach Randolph var stigahæstur hjá Memphis með 30 stig og 13 fráköst og Russell Westbrook var með 27 stig fyrir gestina.
Oklahoma leiddi í hálfleik en það var frábær frammistaða heimamanna í seinni hálfleik sem var lykill þeirra að sigrinum. Kevin Durant hitti ekki vel úr þriggja-stiga skotunum sínum og setti aðeins eitt af níu.
Oddaleikurinn verður í Oklahoma og má búast við alvöru leik.
Mynd: Marc Gasol var með 8 stig og 9 fráköst fyrir heimamenn í nótt.