spot_img
HomeFréttirNýr forseti FIBA World

Nýr forseti FIBA World

 
Yvan Mainini, forseti Franska körfuknattleikssambandsins, var kjörin einróma næsti forseti FIBA á Heimsþinginu í Tyrklandi og verður þar með sá ellefti í röðinni sem gegnir embættinu. www.kki.is greinir frá. 
Sá háttur hefur verið á að álfusamböndin fimm (Evrópa, Ameríka, Asía, Afríka og Eyjaálfa) hafa skipt með sér embættinu milli þinga sem haldin eru á fjögurra ára fresti. Yvan tekur við af Bob Elphinston sem er forseti Ástralska sambandsins.
 
Yvan hefur gegn störfum innan FIBA meðal annars setið í aðalstjórn FIBA og var forseti FIBA Europe á árunum 1998-2001. Þá hefur hann sinnt störfum fyrir Ólympíunefnd frakka.
 
Fréttir
- Auglýsing -