spot_img
HomeFréttirNýliðarnir fá liðsstyrk

Nýliðarnir fá liðsstyrk

15:48

{mosimage}

Nýliðar Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna hafi fengið mikinn liðsstyrk. Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir hefur gengið til liðs við þær grænu. Þetta kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur í dag.

Ólöf Helga hefur leikið allan sinn feril með Grindavík en hún byrjaði með meistaraflokk árið 2003 og hefur unnið m.a. unnið einn bikarmeistaratitil. Á síðasta tímabili skoraði hún rétt rúmlega 9 stig í leik og tók 6 fráköst. Þá hefur hún leikið 3 A landsleiki fyrir Íslands hönd.

Nánar er hægt að lesa um málið á heimasíðu Njarðvíkur.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -