Nýliðar Stjörnunnar lögðu Fjölni í Umhyggjuhöllinni

Hressilegur leikur í dag í Umhyggjuhöllinni þegar Fjölniskonur sóttu nýliða Stjörnunar heim. Fjölnir leiddi lengst af í fyrri hálfleik en náði aldrei að hrista Stjörnuna af sér sem spilaði jafnt og þétt betur og betur og tókst á ná eins stigs forystu er flautað var til hálfleiks.

Í þriðja leikhluta skiptust liðin á að skora og var mikið jafnræði með liðunum í upphafi. Síðan sigu Stjörnukonur framúr á og náðu á tímabili 7 stiga forystu. Undir lok leikhlutans meiðist Raquel Laneiro og þarf að fara af velli, vonandi ekki mikið meidd.

Þegar flautað var til fjórða leikhluta var staðan 64-60, heimakonum í vil. Raquel var leikfær eftir nokkrar mínútur sem eru góðar fréttir, alltaf slæmt ef leikmenn meiðast. Það var engin nýliðabragur yfir leik Stjörnukvenna. Þær voru sterkari á öllum sviðum, seigari og langaði miklu meira í sigur í dag. Þær uppskáru sem þær sáðu og frábærar lokamínútur þeirra skiluðu 18 stiga sigri, 88-70.

Atkvæðamestar í liði Stjörnunar voru Kolbrún María Ármannsdóttir með 31 stig þar af 4 þrista í jafnmörgum skotum. Denía Davis 19 stig og 17 fráköst. Hjá Fjölni var það Korinne Cambell sem dró vagninn með 28 stig og 11 fráköst. Raquel var með 19 stig

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Gunnar Jónatans