Framherjinn Nökkvi Harðarson hefur gert nýjan samning við Vestra um að leika með félaginu á komandi tímabili. Vestri endaði í 6. sæti fyrstu deildarinnar á síðasta keppnistímabili, rétt missti því af úrslitakeppni deildarinnar. Það var við hæfi að Nökkvi skrifaði undir þennan nýja samning á sjálfan sjómannadaginn, þar sem kappinn starfar sem sjómaður þetta sumarið frá æskuslóðum sínum í Grindavík. Upphaflega kom Nökkvi til Vestra árið 2015 og mun þetta því verða þriðja tímabilið sem hann leikur fyrir félagið.