Nike fara all-in í þróun á nýjustu LeBron skónum. Hannaður fyrir þann sprengikraft sem hann býr yfir, með framúrskarandi höggdeyfum, auknum stuðning við ökklann án þess að hefta hreyfanleika.
Höggdeyfarnir byggja á Zoom tækninni sem Nike hefur notað í skósóla undanfarið en með einni nýjun sem er sexhyrntir Zoom Air púðar. LeBron 12 er með fimm slíka sem eru sjáanlegir í framhlutanum á sólanum, ásamt venjulegum Zoom Air púða í hælnum.
LeBron James hefur verið mældur hlaupa um 4,8 km í leik og áætlað að hann skipti um stefnu 1.000 sinnum á því ferðalagi. Því eru skórnir útbúnir Flywire köplum sem ætlað er að viðhalda stuðningi auk Hyperposite vængja sem liggja að ökklanum og utanverðri ristinni. Megafuse efnið, sem er létt og með öndun, er svo notað utan um fótinn.
Nike LeBron 12 kemur fyrst út í Kína 1. október en 11. október um allan heim í þeirri litasamsetningu sem sést á myndinni. Hinar 6 sjást svo í myndbandinu hér að neðan.