spot_img
HomeFréttirNick Bradford: Gerðum ekkert rétt í dag

Nick Bradford: Gerðum ekkert rétt í dag

18:05
{mosimage}

(Nick Bradford fór mikinn í liði Grindavíkur í dag)

Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford fór mikinn í liði Grindavíkur í dag með 38 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar en hann bar Grindvíkinga á herðum sér í DHL-Höllinni því framlag annarra lykilleikmanna var af skornum skammti.

,,Þú vinnur sem lið og þú tapar sem lið og í dag þá komum við mjög flatir í þennan leik, við vorum ekki tilbúnir og KR-ingar voru einfaldlega sterkari og duglegari í dag,“ sagði Bradford og bætti við að Grindvíkingar þyrftu heldur betur að gyrða sig í brók fyrir mánudaginn þegar liðin mætast í sínum öðrum úrslitaleik í Röstinni í Grindavík.

,,Við þurfum að sýna meiri líkamlegri styrk og spila af meiri festu. Við gerðum ekkert rétt í dag en töpuðum samt með fjórum stigum svo það er margt jákvætt sem við ættum að geta tekið frá leiknum í dag,“ sagði Bradford og bætti við: ,,Það er ekki spurning að KR þarf að fara í gegnum mig og Grindavík þrisvar sinnum til þess að verða Íslandsmeistari og þessi leikur í dag var bara einn leikur,“ sagði Bradford ákveðinn og kvaðst spenntur fyrir mánudeginum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -