New York Knicks unnu í kvöld langþráðan sigur í NBA deildinni þegar þeir lögðu Orlando Magic að velli á heimavelli sínum í Madison Square Garden. New York sem hafði tapað síðustu 6 leikjum sínum og 9 af síðustu 10, tókst loks að reka af sér slyðruorðið og sigraði 113-106 gegn Dwight Howard og félögum. Fimm aðrir leikir voru á dagskrá í nótt. Það sem helst ber að nefna er að Portland Trailblazers unnu San Antonio Spurs á útivelli, en þetta er annað skiptið á nokkrum dögum sem Blazers vinna Spurs. Þá vann Indiana nokkuð óvæntan en góðan sigur á Boston Celtics. Einnig hægðist örlítið á Chicago Bulls sem lágu heima fyrir Philadelphia 76ers. Öll úrslit og helstu tölfræði má lesa að neðan.
Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats (86-87, MIL:Bogut og Jennings með 26 stig og 9 fráköst. CHA:Jackson 18 stig. Michael Redd spilaði í fyrsta sinn í 14 mánuði fyrir Bucks.)
Boston Celtics-Indiana Pacers (100-107, BOS:Pierce 23 stig, Rondo 22 stig. IND:Hibbert 26 stig.)
Orlando Magic-New York Knicks (106-113, ORL:Howard 29 stig, 18 fráköst. NYK: Anthony 39 stig, 10 fráköst.)
Philadelphia 76ers-Chicago Bulls (97-85, PHI:Young 21 stig. CHI:Rose 31 stig, 10 tapaðir boltar.)
Portland TrailBlazers-San Antonio Spurs (100-92, POR: Miller 26 stig. SAS:Hill 27 stig.)
Washington Wizards-Utah Jazz (100-85, WAS:Wall 28 stig, Crawford 25 stig. UTA: Miles 17 stig, Jefferson 15 stig, 16 fráköst.)
Elías Karl