spot_img
HomeFréttirNBA: Szczerbiak meiddist aftur

NBA: Szczerbiak meiddist aftur

10:24

{mosimage}
(Szczerbiak hefur verið í meiðslavandræðum síðan hann kom til Boston)

Gengi Boston Celtics hefur verið arfaslakt í vetur. Flest allir leikmenn liðsins hafa verið frá um tíma vegna meiðsla og er Wally Szczerbiak engin undantekning. Hann hefur misst af 18 leikjum í vetur vegna meiðsla og þar af 17 vegna ökklameiðsla. Í nótt, þegar Boston mætti Sacramento, meiddist hann á ný á vinstri ökkla þegar hann steig á fót félaga síns Paul Pierce.

Szczerbiak meiddsti í 1. leikhluta en þá var hann að verjast Kevn Martin. Hann steig á Paul Pierce og tognaði á vinstri ökkla, hann fór útaf og kom ekki aftur inná. Óvíst er hve lengi hann hefur verið frá en hann er búinn að missa af 10 leikjum undanfarna tvo mánuði vegna hægri ökklans og svo missti hann af 5 leikjum í desember vegna vinstri ökklans.

Staða Boston er ekki vænleg en liðið hefur þó endurheimt Paul Pierce. Leikurinn við Sacramento var sá fyrsti af fimm útileikjum sem liðið mun spila gegn vesturstrandarliðum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -