spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 8. sæti - Detroit Pistons - Rífur Casey þetta upp?

NBA Spáin: 8. sæti – Detroit Pistons – Rífur Casey þetta upp?

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Detroit Pistons

 

Heimavöllur: Little Caesars Arena
Þjálfari: Dwayne Casey

Helstu komur: Jose Calderon, Glenn Robinson III, Dwayne Casey.
Helstu Brottfarir: James Ennis, Jameer Nelson, Anthony Tolliver.

 

Stan Van Gundy tilrauninni í Detroit lauk ekki með hvelli, heldur lágværu ískri. Detroit liðið er sama miðlungsliðið og þegar hann tók við og það er erfitt að sjá það breytast mikið í vetur. Það góða er að það verða ekki svo margir mættir í höllina að horfa á liðið, enda hafa verið vandræði að fylla sætin. Þjálfari ársins í fyrra, Dwayne Casey er mættur á svæðið og tekst vonandi að rífa þetta eitthvað upp.

Styrkleikar liðsins felast í þeirra bestu leikmönnum. Blake Griffin kom frá Clippers síðasta vetur eftir að hafa verið margfaldur stjörnuleikmaður í vesturdeildinni og Andre Drummond er einn besti, ef ekki besti frákastarinn í deildinni. Þessir tveir þurfa að eiga frábær tímabil ef Pistons ætla að gera einhverja hluti.

Veikleikar liðsins eru margir. Bestu leikmennirnir þeirra eru bestir alveg up við körfuna, skyttur liðsins eru í besta fallir sæmilegar og leikstjórnandastaðan er mönnuð af Reggie Jackson. Það súmmerar þetta ágætlega upp. Það verður erfitt fyrir Pistons að vera gott sóknarlið þegar það verður ekkert pláss í teignum, og einstaklingarnir í liðinu eru ekki beint þeir sem menn myndu velja í varnarlið ársins.

 

Fylgstu með: Blake Griffin. Hann á möguleika á því að vera einn besti leikmaður Austurdeildarinnar. Tekur hann það?

 

Spáin: 42 – 40: 8. Sæti í Austurdeildinni

 

Áður birt:
15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers
9. Charlotte Hornets

 

Fréttir
- Auglýsing -