spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 6. sæti - Washington Wizards - Stórslys í uppsiglingu?

NBA Spáin: 6. sæti – Washington Wizards – Stórslys í uppsiglingu?

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Washington Wizards

 

Heimavöllur: Verizon Center
Þjálfari: Scott Brooks

Helstu komur: Dwight Howard, Austin Rivers, Jeff Green.
Helstu Brottfarir: Marcin Gortat, Mike Scott.

 

Undirritaður hefur oftar en ekki móðgað stuðningsmenn Washington Wizards með því að kalla þá leiðinlegasta lið deildarinnar. Þá meina ég auðvitað ekki að þeir séu leiðinlegasta körfuboltaliðið, heldur frekar að þeir hljómi eins og leiðinlegir einstaklingar sem hafa verið með vesen innan liðsins undanfarin ár. Það hlýtur að vera afsökunin fyrir slælegu gengi þessa mjög svo dýra liðs því leikmennirnir eru góðir. Liðið gæti þó sýnt góða spretti í vetur og á möguleika á að vera ofar þegar að sigrarnir eru taldir saman.

Styrkleikar liðsins eru virkilega sterkt byrjunarlið, tveir stjörnuleikmenn sem geta búið til fyrir bæði sig og félaga sína í Bradley Beal og John Wall og ágætis breidd með mönnum eins og Otto Porter, Austin Rivers, Jeff Green og Markieff Morris. Liðið skaut vel í fyrra fyrir utan og ætti að geta keyrt upp hraðann þar sem John Wall er einn sá fljótasti í deildinni.

Veikleikar liðsins eru persónuleikarnir í liðinu, sem virðast einfaldlega ekki ná nógu vel saman. Samt ákváðu menm að næla sér í Dwight Howard og Austin Rivers til þess að gera lestarslysmöguleikann raunverulegann. Miðað við mannskapinn í fyrra er ótrúlegt að þetta lið hafa ekki náð að vera meira en miðlungslið bæði sóknarlega og varnarlega. Kannski kemur leiðtogi liðsins John Wall sterkur inn í tímabilið varnarlega, en ég ætla ekki að bíða eftir því.

 

Fylgstu með: Dwight Howard. Stór maðurinn er enn á ný hjá nýju liði. Fylgjumst með hvort hann smelli í eins og tvo til þrjá þrista í vetur. 

Spáin: 46 – 36: 6. Sæti í Austurdeildinni

 

15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers
9. Charlotte Hornets
8. Detroit Pistons
7. Miami Heat

Fréttir
- Auglýsing -