spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 5. sæti - Indiana Pacers - Næsta skref?

NBA Spáin: 5. sæti – Indiana Pacers – Næsta skref?

Þessi spá er hluti ef spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Indiana Pacers

 

Heimavöllur: Bankers Life Fieldhouse
Þjálfari: Nate McMillan

Helstu komur: Tyreke Evans, Doug McDermott, Kyle O’Quinn.
Helstu Brottfarir: Lance Stephenson, Trevor Booker.

 

Indiana Pacers komu öllum á óvart á síðasta tímabili með því að bæta sig talsvert í sigrum eftir að hafa skipt frá sér stjörnuleikmanni sínum, Paul George. Sá sem kom í staðinn var Victor Oladipo og sá mætti á svæðið með hvelli. Oladipo var einn besti bakvörður síðasta tímabils og leiddi liðið til næstum 50 sigra, virkilega vel gert og nú er spurning hvort það verði hægt að byggja á því sem sett var upp í fyrra.

Styrkleikar liðsins eru Victor Oladipo sem er virkilega skemmtilegur leikmaður sem getur brotið upp flestar varnir með hraða sínum og tækni. Liðið er líka bara nokkuð þétt með Myles Turner, Thad Young og Sabonis undir körfunni og nú hefur Tyreke Evans bæst við af bekknum sem mun gefa liðinu nýja vídd. Þjálfarinn Nate McMillan hefur komið undirrituðum á óvart með því að spila skemmtilegri bolta en áður og það er vel.

Veikleikar liðsins eru að þó að liðið sé þétt þá er ekki mikið af mönnum sem myndu teljast til top 50 leikmanna í deildinni. Það mun há þeim í því að eltast við toppana í Austurdeildinni sem eru öll með stærri stjörnur í sínum leikmannahópum heldur en Pacers. Vegna þessa getur liðið orðið helst til fyrirsjáanlegt því allir vita hver er að fara að búa hlutina til.

 

Fylgstu með: Myles Turner. Það er kominn tími til þess að hæfileikabúntið Turner stigi upp og verði eitthvað meira en miðlungs miðherji. Hann getur það vel.

Spáin: 48 – 34: 5. Sæti í Austurdeildinni

 

15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers
9. Charlotte Hornets
8. Detroit Pistons
7. Miami Heat
6. Washington Wizards

Fréttir
- Auglýsing -