spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 4. sæti - Milwaukee Bucks - Annað stökk frá Giannis?

NBA Spáin: 4. sæti – Milwaukee Bucks – Annað stökk frá Giannis?

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Milwaukee Bucks

 

Heimavöllur: BMO Harris Bradley Center
Þjálfari: Mike Budenholzer

Helstu komur: Mike Budenholzer, Brook Lopez, Ersan Ilyasova.
Helstu Brottfarir: Jabari Parker, Brandon Jennings, Jason Terry.

 

Milwaukee Bucks kláruðu tímabilið í 6. sæti austurdeildarinnar í fyrra og féllu út gegn Boston Celtics í úrslitakeppninni í 7 leikjum. Þeir ætla sér væntanlega að gera betur í ár. Það er kominn nýr maður í brúnna, Mike Budenholzer sem er af mörgum talinn einn allra besti þjálfari deildarinnar.

Styrkleikar liðsins eru að stærstum hluta fólgnir í þeirra besta leikmanni og jafnvel besta leikmanni austurdeildarinnar, Giannis Antetokounmpo. Það verður mjög spennandi að fylgjast með Giannis í vetur verandi með svona flottann þjálfara með sér. Kris Middleton er einnig frábær leikmaður og Eric Bledsoe heldur alveg sínu. Undirritaður gerir ráð fyrir því að sóknarleikur liðsins muni batna mikið eftir komu Budenholzer.

Veikleikar liðsins eru svipaðir og hjá Indiana Pacers. Þeir leikmenn sem eiga að hjálpa Giannis að gera þetta að alvöru liði eru flottir, en ekkert mikið meira en það. Þetta mun gera liðinu erfitt fyrir þegar þeir spila gegn sterkum liðum, því að Giannis er ekki mikil skytta og munu önnur lið jafnvel geta pakkað teiginn svolítið gegn þeim. Þá veit maður aldrei hvaða Eric Bledsoe maður fær.

 

Fylgstu með: Thon Maker. Maður sem getur allt. Sett þrista, passað hringinn og tekið hnéspörk.

Spáin: 50 – 32: 4. Sæti í Austurdeildinni

 

15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers
9. Charlotte Hornets
8. Detroit Pistons
7. Miami Heat
6. Washington Wizards
5. Indiana Pacers

Fréttir
- Auglýsing -