spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 3. sæti - Philadelphia 76ers - Treystu ferlinu

NBA Spáin: 3. sæti – Philadelphia 76ers – Treystu ferlinu

Þessi spá er hluti af NBA spá karfan.is fyrir tímabilið 2018 – 2019

Philadelphia 76ers

 

Heimavöllur: Wells Fargo Center
Þjálfari: Brett Brown

Helstu komur: Wilson Chandler, Stökkskotið hans Markelle Fultz.
Helstu Brottfarir: Marco Belinelli, Ersan Ilyasova.

 

Philadelphia 76ers bættu við sig 24 sigrum á milli tímabila síðast sem er auðvitað frábær árangur. Það verður ekki alveg það sama upp á teningnum í ár, en samt ættu þeir að bæta við sig einhverjum sigrum. Nú fá þeir eiginlega inn nýjan leikmann í endurhæfðum Markelle Fultz, sama hvernig það fer þá er eitt alltaf satt: Ferlið heldur áfram.

Styrkleikar liðsins eru margir. Fyrst ber að nefna stjörnuleikmennina tvo, Joel Embiid og Ben Simmons. Báðir frábærir leikmenn, sérstaklega Embiid sem enginn í deildinni virðist geta stöðvað (nema Al Horford?). Ben Simmons átti stórkostlegt fyrsta tímabil og ætti bara að bæta sig. JJ Reddick og Dario Saric speisa svo gólfið vel og Covington er frábær varnarmaður. Varnarleikur 76ers liðsins verður áfram virkilega góður og ef sóknarleikurinn batnar aðeins þá er ekkert því til fyrirstöðu að þetta tímabil verði virkilega gott.

Veikleikar liðsins eru ekki margir. Heilsa Joel Embiid er sennilega stærsta spurningamerki liðsins. Embiid var sæmilega heilsuhraustur á síðasta tímabili sem aðdáendur liðsins vonast væntanlega eftir að haldi áfram. Stundum verður gólfið fullþröngt hjá liðinu því lið virða ekki stökkskotið hans Ben Simmons og ég er ekki viss um að Wilson Chandler bæti liðið svo nokkru nemi.

 

Fylgstu með: Markelle Fultz. Strákurinn er víst farinn að þora að skjóta, það er fagnaðarefni.

Spáin: 53 – 29: 3. Sæti í Austurdeildinni

 

15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers
9. Charlotte Hornets
8. Detroit Pistons
7. Miami Heat
6. Washington Wizards
5. Indiana Pacers
4. Milwaukee Bucks

Fréttir
- Auglýsing -