spot_img
HomeFréttirNBA Spáin: 2. sæti - Boston Celtics - Alla leið í úrslit?

NBA Spáin: 2. sæti – Boston Celtics – Alla leið í úrslit?

Þessi spá er hluti af spá Körfunnar fyrir tímabilið 2018 – 2019

Boston Celtics

 

Heimavöllur: TD Garden
Þjálfari: Brad Stevens

Helstu komur: Gordon Hayward!
Helstu Brottfarir: Greg Monroe

 

Það voru ekki liðnar nema 2 mínútur af síðasta tímabili þegar að allt breyttist fyrir Boston Celtics. Gordon Hayward fótbrotnaði og grænliðar þurftu að fara aftur að teikniborðinu. Brad Stevens gerði það virkilega vel og liðið endaði á því að vera einum leik frá því að komast í úrslit. Síðan þá hefur Boston Celtics liðið ekki breyst svo nokkru nemi, nema það að Hayward er að komast til baka sem er gaman fyrir alla körfuboltaáhugamenn. Krafan í vetur er einföld. Það skal fara í úrslit.

Styrkleikar liðsins eru fyrst og fremst frábær varnarleikur. Liðið var besta varnarlið deildarinnar á síðasta tímabili og undirritaður sér ekkert því til fyrirstöðu (nema kannski Utah Jazz) að þeir verði það aftur. Breiddin í liðinu er líka frábær og það eru ekki mörg lið í deildinni þar sem leikmenn frá 6-10 í liðinu eru jafn sterkir. Þá býst maður sennilega við áframhaldandi bætingu hjá ungu mönnunum Jaylen Brown og Jayson Tatum. Stór styrkleiki er líka einn af bestu þjálfurum deildarinnar sem er Brad Stevens og að lokum má nefna að Kyrie Irving getur brotið hvaða varnarmann sem er niður. Það hjálpar alltaf.

Veikleikar liðsins eru virkilega fáir, ef nokkrir. Þó má nefna að Gordon Hayward er ekki fyllilega kominn til baka og það er ekki alveg nógu gott fyrir sóknarleik liðsins sem var númer 18 á síðasta tímabili. Það dugar ekki. Ef Kyrie heldur áfram að meiðast og missa af leikjum verður Hayward að vera til staðar. Annað mögulegt vandamál er að varaskeifurnar í liðinu spiluðu mikið af mínútum í fyrra og það verður áhugavert að sjá hvað gerist þegar að mínúturnar fara að hverfa. Ég myndi samt ekki hafa neinar áhyggjur af því.

 

Fylgstu með: Jayson Tatum. Tatum byrjaði sinn NBA feril virkilega vel, heldur hann áfram að bæta sig?

 

Stuðningsmaðurinn segir:
Ég rétt eins og allir Celtics menn hér á landi og já í heiminum er alveg gríðarlega peppaður fyrir þessum vetri og næstu árum hjá félaginu. Er hrikalega spenntur að sjá hvernig við munum líta út með alla folana heila og sjá hvernig Hayward mun smella inn í þetta fagra lið. Sömuleiðis spái ég algjöru breakout seasoni hjá Jayson Tatum, hann var magnaður á sínu fyrsta ári og ég sé hann bara rísa upp í hæstu hæðir í vetur. Stórstjarna in the making.
Playoffs verður enn meiri veizla í vetur þar sem við mætum grimmir með dólg í Finals

-Drummerinn

 

Spáin: 58 – 24: 2. Sæti í Austurdeildinni

 

15. Atlanta Hawks
14. Orlando Magic
13. New York Knicks
12. Brooklyn Nets
11. Chicago Bulls
10. Cleveland Cavaliers
9. Charlotte Hornets
8. Detroit Pistons
7. Miami Heat
6. Washington Wizards
5. Indiana Pacers
4. Milwaukee Bucks
3. Philadelphia 76ers

Fréttir
- Auglýsing -