spot_img
HomeFréttirNBA: Ricky Davis kominn í nýtt lið

NBA: Ricky Davis kominn í nýtt lið

13:45

{mosimage}
(Davis spilar í Kaliforníu á næstu leiktíð)

NBA-leikmaðurinn Ricky Davis er kominn í enn eitt liðið en hann er búinn að semja við L.A. Clippers. Þessi hæfileikaríki leikmaður hefur átt erfitt með að finna sér heimili en þetta er sjötta liðið sem hann leikur með á þeim 12 tímabilum sem hann hefur verið í deildinni.

Hann hefur áður verið á mála hjá Charlotte, Cleveland, Minnesota, Bostona og Miami en hann hefur tvisvar verið hjá Flórída liðinu.

Davis lék alla 82 leiki Miami á síðustu leiktíð og skoraði 13.7 stig.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -