spot_img
HomeFréttirNBA: Pachulia í banni gegn Denver í nótt

NBA: Pachulia í banni gegn Denver í nótt

13:00
{mosimage}

 

(Pachulia fór tómhentur úr Höllinni síðasta haust)

 

Forráðamenn Atlanta Hawks hafa sett Georgíumanninn öfluga Zaza Pachulia í eins leiks bann og því verður hann ekki með Atlanta þegar liðið mætir Denver Nuggets í nótt. Bannið fékk hann fyrir hegðun sem þótti ekki sæmandi liði Atlanta samkvæmt því er fram kemur í máli Billy Knight varaforseta félagsins.

 

Bannið gildir aðeins fyrir leik næturinnar og því ætti Pachulia að vera í liðinu á föstudagsnótt þegar liðið mætir Seattle Supersonics. Ekki kemur fram hvert brot Pachulia er heldur segir einvörðungu að hann hafi sýnt af sér ósæmandi hegðun.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -