spot_img
HomeFréttirNBA Molar: Fer Iverson til Clippers?

NBA Molar: Fer Iverson til Clippers?

{mosimage}
13:53:50

Leikmannamarkaðurinn í NBA er í fullum gangi þessa dagana þó ekki séu neinar stórfréttir að detta inn.
Stærsta spurningarmerkið er sem stendur við mögulegan lendingarstað Allens Iverson. Þessi knái bakvörður átti afleitt tímabil í fyrra þar sem hann gerði meira ógagn en gagn hjá Detoit Pistons og er víst að mörg af stærri liðum deildarinnar eru efins um að hann geti sannarlega skipt sköpum í baráttu um meistaratitilinn.

Iverson hefur þegar gefið það út að hann muni ekki taka við hlutverki „sjötta manns“, eða að koma af bekknum, en það er ekki beint aðlaðandi fyrir stórliðin. Síðustu fregnir herma að hann sé í viðræðum við LA Clippers.
Meðal annarra fregna má geta þess að Lamar Odom er enn að bíða eftir fullnægjandi boði frá meisturm LA Lakers um framlengingu á samningi, en fyrir einhverjar sakir er þessi hæfileikaríki og fjölhæfi leikmaður ekki búinn að fá almennileg tilboð annarsstaðar frá. Er búist við að saman náist milli Odom og Lakers innan tveggja vikna.
Orlando Magic hafa fest sér miðherjann Marcin Gortat, en hann hafði fengið tilboð frá Dallas sem Orlando jöfnuðu boðið um nær sjö milljónir á ári næstu fimm ár. Ekki slæmt fyrir varaskeifu.
Þá eru Utah Jazz að velta því fyrir sér að halda framherjanum Paul Millsap, en Portland Trail Blazers höfðu boðið þessum hæfileikaríka leikmanni stórfé til að vera varamaður á eftir LaMarcus Aldridge. Utah höfðu þegar samið við miðherjann Mehmet Okur um eins árs framlengingu á samningi.
Miðherjinn Channing Frye er genginn til liðs við Phoenix Suns, en hann var látinn fara frá Portland. Frye var einn bjartasta von deildarinnar eftir frábært nýliðaár, en hefur aldrei náð sér á strik eftir það. Phoenix eru einnig búnir að semja við Grant Hill og eru víst að semja við Steve Nash líka, en staða Amar´e Stoudamire er enn óljós.
Þá hefur Dwayne Wade fengið samningstilboð frá liði sínu Miami Heat en hann hefur kallað eftir því að liðið verði styrkt eigi hann að framlengja.
Cleveland Cavaliers hafa tryggt sér hinn áreiðanlega bakvörð Anthony Parker en hann var látinn fara frá Toronto til að rýma fyrir Hedo Turkoglu.
Loks hefur leikstjórnandinn Jannero Pargo, sem lék í Evrópu síðasta vetur samið við Chicago Bulls um að leika með liðinu næsta árið.


ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -