spot_img
HomeFréttirNBA: Boston Celtics og L.A. Lakers í sögunni

NBA: Boston Celtics og L.A. Lakers í sögunni

10:41

{mosimage}
(Eftir að hafa tapað átta sinnum í röð unnu Lakers Boston árið 1985)

Í kvöld hefjast úrslitin í NBA-deildinni þegar Boston Celtics taka á móti L.A. Lakers. Verður þetta í 11. skiptið sem þessi lið mætast í úrslitum og í fyrsta skipti síðan 1987. Sjaldan hefur verið jafn mikil spenna fyrir úrslitum enda eru tvö sigursælustu lið deildarinnar að etja kappi ásamt því að þessi lið hafa háð miklar orrustur í gegnum tíðina.


Boston hafa unnið átta af þessum tíu skiptum og á árunum 1959 til 1969 mættust liðin sjö sinnum og Boston vann ávallt árin 1959, 1962, 1963, 1965, 1966, 1968 og 1969.

Sá tími sem er kannski flestum ferskur í minni og mótaði körfuboltavitund fjölda fólks var barátta þessa liða á níunda áratugnum þegar Larry Bird og Magic Johnson fóru fyrir liðunum. Boston og Lakers voru bestu lið þess tíma og liðin unnu samtals átta titla á þessum tíma Lakers fimm og Boston þrjá.

{mosimage}
(Sigurlið Boston árið 1969)

Árin 1984, 1985 og 1987 mættust liðin í einvígum sem voru svo sannarlega mögnuð. Boston vann 84 en Lakers seinni tvö árin. Barátta liðanna var oft hörð og það ríkti raunverulegt hatur milli liðanna. Kurt Rambis var í Lakersliðinu á þessum tíma og í dag er hann aðstoðarþjálfari L.A. Lakers. Þannig að hann fær að endurlifa og taka þátt í þessu einvígi á ný. ,,Ég á margar góðar minningar frá þessum tíma en þetta voru tvö frábær lið og frábær tímmi fyrir NBA-deildina. Þetta voru lið sem voru uppfull af hæfileikum og það var svo mikil samkeppni. Þetta var einn besti tími lífs míns,” sagði Rambis sem hefur það hlutverk að greina leik Boston og koma því áleiðis til leikmanna liðsins.

Skemmtilegt efni um úrslitasögu Boston og L.A. Lakers:
Topp 20 Boston-Lakers augnablikin í úrslitunum
Ást og hatur

11 titlar á 13 árum
Larry Bird og Magic Johnson

Úrslit NBA hafa farið fram 61. sinnum og Boston eða Lakers hafa verið í 37 þeirra og tíu sinnum hafa bæði lið verið. Hér er listi yfir árin sem þessi lið hafa tekið þátt í úrslitunum.

Tímabil

MEISTARAR

ANDSTÆÐINGAR

ÚRSLIT

BESTI LEIKAMÐURINN

2003-04

Detroit Pistons

Los Angeles Lakers

4-1

Chauncey Billups, Detroit Pistons

2001-02

Los Angeles Lakers

New Jersey Nets

4-0

Shaquille O'Neal, Los Angeles

2000-01

Los Angeles Lakers

Philadelphia 76ers

4-1

Shaquille O'Neal, Los Angeles

1999-00

Los Angeles Lakers

Indiana Pacers

4-2

Shaquille O'Neal, Los Angeles

1990-91

Chicago Bulls

Los Angeles Lakers

4-1

Michael Jordan, Chicago

1988-89

Detroit Pistons

Los Angeles Lakers

4-0

Joe Dumars, Detroit

1987-88

Los Angeles Lakers

Detroit Pistons

4-3

James Worthy, Los Angeles

1986-87

Los Angeles Lakers

Boston Celtics

4-2

Magic Johnson, Los Angeles

1985-86

Boston Celtics

Houston Rockets

4-2

Larry Bird, Boston

1984-85

Los Angeles Lakers

Boston Celtics

4-2

Kareem Abdul-Jabbar, Los Angeles

1983-84

Boston Celtics

Los Angeles Lakers

4-3

Larry Bird, Boston

1982-83

Philadelphia 76ers

Los Angeles Lakers

4-0

Moses Malone, Philadelphia

1981-82

Los Angeles Lakers

Philadelphia 76ers

4-2

Magic Johnson, Los Angeles

1980-81

Boston Celtics

Houston Rockets

4-2

Cedric Maxwell, Boston

1979-80

Los Angeles Lakers

Philadelphia 76ers

4-2

Magic Johnson, Los Angeles

1975-76

Boston Celtics

Phoenix Suns

4-2

Jo Jo White, Boston

1973-74

Boston Celtics

Milwaukee Bucks

4-3

John Havlicek, Boston

1972-73

New York Knicks

Los Angeles Lakers

4-1

Willis Reed, New York

1971-72

Los Angeles Lakers

New York Knicks

4-1

Wilt Chamberlain, Los Angeles

1969-70

New York Knicks

Los Angeles Lakers

4-3

Willis Reed, New York

1968-69

Boston Celtics

Los Angeles Lakers

4-3

Jerry West, Los Angeles

1967-68

Boston Celtics

Los Angeles Lakers

4-2

1965-66

Boston Celtics

Fréttir
- Auglýsing -