spot_img
HomeFréttirNBA bannar ofurskó: KKÍ ætlar að taka málið til umræðu

NBA bannar ofurskó: KKÍ ætlar að taka málið til umræðu

 
Mbl.is birtir athyglisverða frétt í dag um ofurskó sem NBA deildin hefur nú lagt bann við notkun á. Í skónum er sérstakur útbúnaður sem á að hjálpa leikmönnum að hoppa hærra en áður. Hér að neðan fylgir fréttin af www.mbl.is  
MBL.is
NBA deildin hefur bannað leikmönnum deildarinnar að nota nýja gerð af körfuboltaskóm sem kallaðir eru „ofurskór“. Í skónum er sérstakur útbúnaður sem á að hjálpa þeim sem þá nota að stökkva hærra en áður. Skórnir bera nafnið Athletic Propulsion Labs Concept 1 og kosta þeir um 300 Bandaríkjadali vestanhafs eða um 34.000 kr.
 
Í tilkynningu NBA deildarinnar er vitnað í reglugerð þar sem kemur fram að leikmönnum sé bannað að nota slíka skó. Í myndbandinu prófar Chris Ballard íþróttafréttamaður Sports Illustrated skóna ásamt 19 ára gömlum leikmanni. Sjón er sögu ríkari.
 
Myndbandið er hægt að sjá á Karfan TV
Karfan.is 
Karfan.is setti sig einnig í samband við KKÍ og spurðist fyrir að ef til þess kæmi að skórnir færu á markað hérlendis myndi KKÍ þá bregðast við á svipuðum nótum og NBA deildin? Hannes S. Jónsson formaður KKÍ sagði að ekki hefði verið rætt um þetta mál innan stjórnar KKÍ en að sjálfsögðu yrði þetta mál tekið til umræðu.
Fréttir
- Auglýsing -