spot_img
HomeFréttirNaumur Stjörnusigur í endurkomuleik Helenu Sverrisdóttur

Naumur Stjörnusigur í endurkomuleik Helenu Sverrisdóttur

 

Stjarnan sigraði Hauka 71-69 í 27. umferð Dominos deildar kvenna fyrr í kvöld. Bæði lið örugg með sín sæti í deildinni þetta tímabilið. Stjarnan með 4. og síðasta sæti úrslitakeppninnar á meðan að Haukar eru í 7. sætinu

 

Fyrir leik

Ljóst var fyrir leik að besta körfuknattleikskona landsins, Helena Sverrisdóttir, myndi reima á sig á nýjan leik eftir að hafa verið frá allt þetta tímabil vegna barnsburðs. Ekki sveik þessi endurkoma Helenu, hún skoraði 16 stig, tók 7 fráköst og stal 4 boltum á þeirri 21 mínútu sem hún spilaði í leik kvöldsins.

 

 

Kjarninn

Fyrri hálfleikur leiksins var jafn og spennandi. Eftir fyrsta leikhluta var jafnt 18-18, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru það heimastúlkur sem voru komnar í nauma forystu, 27-26. Seinni hálfleikurinn var svo öllu sveiflukenndari heldur en fyrri hálfleikurinn hafði verið. Gestirnir úr Garðabæ sigruðu þriðja leikhlutann með 7 stigum og voru því komnar í 6 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-48. Í honum áttu Haukar svo tvö fín áhlaup, þar sem þær ná næstum að jafna leikinn aftur. Allt kemur þó fyrir ekki, Stjarnan sigraði að lokum 69-71.

 

Hetjan

Leikstjórnandi Stjörnunnar, Dani Rodriguez, var frábær í dag. Skoraði 37 stig, tók 5 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum á þeim 32 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -