spot_img
HomeFréttirHaukar semja við fimm leikmenn til næstu tveggja ára

Haukar semja við fimm leikmenn til næstu tveggja ára

Lið Hauka hefur samið við fimm leikmenn fyrir komandi átök í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum. Um er að ræða yngri og efnilegri leikmenn liðsins, en þeir eru Alexander Rafn Stefánsson, Eggert Aron Levý, Gerardas Slapikas, Kristófer Kari Arnarsson og Kristófer Breki Björgvinsson og hafa þeir allir gert samning til ársins 2026.

Hópurinn ásamt þjálfara liðsins Máté Dalmay

Alexander Rafn er fæddur 2007 og var hann hluti af meistaraflokkshópi Hauka í vetur. Alexander hefur verið í kringum yngri landslið Íslands og var m.a. í U15 ára landsliðinu. Eggert Aron er fæddur 2006 og var hann hluti af meistaraflokkshópi Hauka í vetur. Eggert hefur verið í kringum yngri landslið Íslands. Gerardas Slapikas er fæddur 2005. Í vetur var hann á venslasamningi hjá ÍA og spilaði með þeim í 1. deildinni. Gerardas hefur verið í kringum yngri landslið Íslands. Kristófer Kári er fæddur 2004. Í vetur var hann á venslasamningi við Þrótt V. og spilaði með þeim í 1. deildinni. Kristófer hefur verið í kringum yngri landslið Íslands. Kristófer Breki er fæddur 2007 og var hann hluti af meistaraflokkshópi Hauka í vetur. Kristófer hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

Fréttir
- Auglýsing -