Samkvæmt könnuninni sem hefur verið í gangi hjá okkur á síðunni í dag eru tæp 54% aðspurðra á því að KR taki sigur í þessum fyrsta leik úrslitanna í Domino´s deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 en þá lýkur einmitt könnuninni svo þið hafið enn möguleika á því að greiða ykkar liði atkvæði.
Spurt var hvort KR eða Grindavík tæki þennan fyrsta leik og voru 53,97% sem svöruðu með KR en 46,03% svöruðu með Grindavík.
Þá er leikurinn einnig á Lengjunni og þar fær KR stuðulinn 1,45 en Grindavík 1,95 svo stuðlastjórinn býst við sigri KR-inga í kvöld.