Skallagrímur tók á móti Þór Akureyri í 1. deild kvenna í gær og lauk leiknum með 55-58 sigri Þórs sem með sigrinum náðu að auka bilið milli síns og Skallagríms um fjögur stig.
Gunnhildur Hansdóttir gerði 14 stig í leiknum fyrir Skallana og Íris Gunnarsdóttir bætti við 13. Rut gerði svo 22 stig í liði Þórs og Hulda var með 13.
Sigga Leifs lét sig ekki vanta í Fjósið í gær en myndir frá leiknum má nálgast hér.