spot_img
HomeFréttirNate Brown aftur í raðir ÍR

Nate Brown aftur í raðir ÍR

11:15 

{mosimage}

 

(Nate Brown í leik gegn Grindavík á síðustu leiktíð) 

 

Ákveðið hefur verið að senda Ray Cunningham heim frá ÍR og hefur Nate Brown verið fenginn til liðsins í hans stað. Nate varð bikarmeistari með ÍR í fyrra og er þeim því að góðu kunnur. Ray Cunningham lék fjóra deildarleiki fyrir ÍR og gerði í þeim 9,8 stig að meðaltali í leik.

 

Nate Brown lék 16 deildarleiki fyrir ÍR á síðustu leiktíð og gerði í þeim að jafnaði 16,9 stig í leik ásamt því að gefa 6,4 stoðsendingar í leik. Brown hefur leikið nokkra leiki í frönsku deildinni í haust en ákvað að koma til ÍR þegar til hans var leitað. Samhliða þessum aðgerðum greinir frá því á vefsíðu ÍR-inga, www.ir-karfa.is að verið sé að leita að stórum leikmanni til að styrkja liðið undir körfunni.

ÍR er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Þeir mæta Stjörnunni í næsta leik á sunnudag kl. 19:15 í Ásgarði í Garðabæ.

www.ir-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -