spot_img
HomeFréttirNámskeið í þriggja dómara kerfinu um næstu helgi

Námskeið í þriggja dómara kerfinu um næstu helgi

 
 
Helgina 23.-24. október verður haldið námskeið fyrir dómara í þriggja dómarakerfinu. Námskeið þetta er opið öllum dómurum og verður það bæði bóklegt og verklegt. www.kki.is greinir frá.
Þriggja dómara kerfið er notað í flestum aðildarlöndum FIBA í dag og stefnt er að notkun þess í efstu deild karla á Íslandi í framtíðinni og er þetta námskeið fyrsta skrefið í þá átt.
 
Haldinn verður fyrirlestur fyrir dómara þar sem farið verður yfir bókleg gögn og vídeó verða sýnd. Námskeiðið endar svo á verklegum æfingum á fjölliðamóti sömu helgi þar sem þrír dómarar munu dæma leiki í mótum yngri flokka.
 
Fréttir
- Auglýsing -