7:00
{mosimage}
Bergþór Borgnesingur, einn besti leikmaður mótsins
Þriðja umferð Íslandsmótsins hjá Minnibolta 11 ára drengja fór fram um síðustu helgi. Á Sauðárkróki var leikið í C-riðli. Þátttakendur í mótinu voru heimamenn í Tindastóli, B-lið Fjölnis, Breiðablik, Snæfell og Skallagrímur. Tindastólsstrákarnir unnu mótið örugglega, en það kom í hlut Fjölnisstrákanna að falla niður í D-riðil.
Úrslit leikjanna urðu þessi:
Tindastóll – Skallagrímur 31-25
Snæfell – Breiðablik 56-23
Fjölnir B – Skallagrímur 28-62
Tindastóll – Snæfell 39-13
Fjölnir B – Breiðablik 20-37
Snæfell – Skallagrímur 34-56
Tindastóll – Fjölnir B 73 – 20
Breiðablik – Skallagrímur 15 – 49
Fjölnir B – Snæfell 25 – 63
Tindastóll – Breiðablik 37 – 12
Lokastaðan að teknu tilliti til bónusstiga:
1. Tindastóll 8
2. Skallagrímur 6
3. Snæfell 4
4. Breiðablik 2
5. Fjölnir 0
Skallagrímsstrákarnir unnu alla leiki sína nema gegn Tindastóli, en þar sem þeir náðu ekki 10 manna liði fengu þeir ekki bónusstig eins og öll hin liðin.
Myndavélin var á lofti á mótinu og fékk karfan.is sendar þessar skemmtilegu myndir frá Karli Jónssyni.
Myndir:Karl Jónsson
{mosimage}
Leikhlé hjá Daníel og Blikunum hans
{mosimage}
Tindastóll
{mosimage}
Snæfell
{mosimage}
Skallagrímur
{mosimage}
Breiðablik
{mosimage}
Fjölnir b
{mosimage}
Tindastólsstrákar teygja fyrir leik.
{mosimage}
Stelpur á ritaraborði. Stelpurnar í 8. og 10. flokkum stúlkna sáu um ritaraborðið á laugardeginum og stóðu sig frábærlega.
{mosimage}
Óskar Ingi Magnússon til vinstri dæmdi alla leiki mótsins og gerði það af stakri snilld. Guðmundur Jensson studdi Óskar í einum leikjanna.