Ríkisútvarpið lét sitt ekki eftir liggja í kvöld þegar þeir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Elías Bæringsson urðu sænskir meistarar með Sundsvall Dragons eftir sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik liðanna. RÚV var með svipmyndir og viðtöl frá Sundsvall og þeir Hlynur og Jakob brostu breitt eins og búast mátti við.
RÚV birti áðan viðtölin og svipmyndirnar í tíu-fréttatíma sínum en hann má nálgast hér. Fréttin af sigri Sundsvall hefst 5.41mín. inni í myndbandinu.