Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í gærkvöldi þegar Valskonur gerðu góða ferð í Borgarnes með 64-67 útisigri gegn Skallagrím. Berglind Ingvarsdóttir fór mikinn í liði Valsmanna með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en atkvæðamest í liði Skallagríms var Guðrún Ingadóttir með 22 stig.
Með sigrinum í gær eru Valskonur komnar upp í 4. sæti 1. deildar kvenna en Skallagrímur situr í 5. sæti með 2 stig eftir 4 leiki.
Sigga Leifs lét sig ekki vanta í Fjósið í gær og tók meðfylgjandi myndir
Ljósmynd/ Helena Ingimarsdóttir leikmaður Skallagríms og Lovísa Guðmundsdóttir leikmaður Vals berjast um boltann í teignum.