spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Rúmlega 120 krakkar á Kjarnafæðismótinu

Myndasafn: Rúmlega 120 krakkar á Kjarnafæðismótinu

 
Kjarnafæðismótið í körfuknattleik fór fram á dögunum þar sem krakkar 11 ára og yngri
voru í aðalhlutverkinu í íþróttahúsinu við Síðuskóla á Akureyri. Auk heimamanna í Þór komu lið frá Tindastóli, Kormák, Dalvík og Smára.
Keppendur voru ríflega 120 og er það nokkur aukning frá mótinu 2010. Að sögn þeirra í unglingaráði körfuknattleiksdeildar Þórs er þetta í annað sinn sem mótið er haldið og ekki hafi verið opnað fyrir skráningar á mótið á opinberum vettvangi heldur hafi liðum verið boðin þátttaka. Menn vilji láta mótið vaxa hægt og rólega og þannig tryggt að allt gangi sem best fyrir sig og án allra vandræða.
 
Mótið var sett kl. 10 um morguninn og spilaður var körfubolti fram eftir degi og er óhætt að fullyrða að allir hafi skemmt sem hið besta. Allir þátttakendur fengu medalíu og litla aukagjöf fyrir þátttökuna í mótinu. Í mótslok var svo boðið upp á grillaðar Kjarnafæðispylsur og drykk.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -