spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Framtíðin er björt í íslenskum körfubolta

Myndasafn: Framtíðin er björt í íslenskum körfubolta

Um 400 krakkar voru mætt á Jólamót Nettó og ÍR sem fram fór í Seljaskóla um helgina en Gunnar Sverrisson og ÍR-ingar eru himinlifandi með mótið og sagði Gunnar að framtíðin í íslenskum körfuknattleik væri björt þegar Karfan.is hafði samband.
 
 
,,Mótið tókst með afbrigðum vel, um 400 hundruð krakkar mættu til leiks og voru ekki bara að spila frábæran körfubolta, heldur hitt að góða skapið var til staðar. Það er nokkuð ljóst að framtíðin er björt í íslenskum körfubolta. Stelpur og strákar að sýna glæsitilþrif. Það er mikill uppgangur í öllum liðum miðað við þátttökuna á jólamóti Nettó og ÍR. Þetta var mjög skemmtileg helgi og vil ég nota tækifærið og þakka öllum krökkunum, þjálfurum, foreldrum og forráðamönnum fyrir að það að heimsækja okkur og gera mótið svona skemmtilegt.“
 
Fréttir
- Auglýsing -