spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Birna og Jaqueline stigahæstar í sigri á Grindavík

Myndasafn: Birna og Jaqueline stigahæstar í sigri á Grindavík

Keflavík landaði sjötta sigurleiknum sínum í röð þetta tímabilið með 68-81 útisigri á grönnum sínum úr Grindavík. Þær Birna Valgarðsdóttir og Jaqueline Adamshick voru atkvæðamestar í liði Keflavíkur báðar með 21 stig. Adamshick var að vanda með myndarlega tvennu en hún tók einnig 16 fráköst í leiknum.

Hjá Grindvíkingum voru Charmaine Clark og Helag Hallgrímsdóttir báðar með 17 stig og Helga var enginn eftirbátur Adamshick í kvöld þar sem hún tók líka 16 fráköst í leiknum.
 
Eftir leik kvöldsins er Grindavík í 6. sæti deildarinnar með 2 stig en Keflavík og Hamar deila með sér toppsætinu þar sem bæði lið eru ósigruð en úr því verður bætt í næstu umferð þegar liðin mætast í Toyota-Höllinni í Reykjanesbæ og þá fáum við úr því skorið hvort þeirra tekur toppsætið.
 
Fréttir
- Auglýsing -