spot_img
HomeFréttirMostramenn lítil fyrirstaða

Mostramenn lítil fyrirstaða

Mostri frá Stykkishólmi kíkti í heimsókn er leikið var í Subway-bikarkeppni karla í kvöld í Hveragerði. Upphaflega átti að vera leikið í Stykkishólmi en leikurinn var færður til Hveragerðis. Eins og við var að búast fór Hamar með öruggan sigur af hólmi.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-30 og í hálfleik var hún 28-54. Þrátt fyrir stöðuna var Róbert Árni Jörgensen búinn að sína ágætistakta fyrir Mostra og var hann með 12 stig þegar liðin gengu til búningsherbergja.
 
Nánast jafn mikið var skorað í seinni hálfleiknum og í þeim fyrri en eftir 3. Leikhluta var staðan 45-77. Andrés Már Heiðarsson, í liði Mostra, var svo rekinn úr húsi eftir að hafa fengið sína aðra óíþróttamannslegu villu. Leiknum lauk svo með 44. stiga sigri Hamars 105-61. Þar með er ljóst að Hamars-menn eru komnir áfram í 16 liða úrslit bikarkeppninnar.
 
Stigahæstir í liði Hamars voru Hjalti Valur Þorsteinsson með 19 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom svo Marvin Valdimarsson með 17 stig, en hann spilaði einungis 13 mínútur. Ragnar Ágúst Nathanaelsson var svo með 14 stig. Allir leikmenn Hamars fengu tækifæri til að spreyta sig á vellinum og komust þeir allir á blað, nema Viðar Örn Hafsteinsson sem gekk illa að skora þrátt fyrir ágætistilraunir.
 
Hjá Mostra voru það svo Róbert Árni Jörgensen sem var atkvæðamestur með 19 stig og 5 fráköst og næstur á eftir honum kom Lárus Gohar Kazmi með 15 stig. Guðmundur Helgi Þórsson setti svo 10 stig.
 
 
Pistill: Jakob F. Hansen
Mynd: Sævar Logi Ólafsson
 
 
Fréttir
- Auglýsing -