spot_img
HomeFréttirMisjöfnum aðferðum beitt

Misjöfnum aðferðum beitt

12:00
{mosimage}

(Það er allt reynt til að koma andstæðingunum úr jafnvægi)

Menn grípa til mismunandi aðferða til að trufla leikmenn á vítalínunni og nú þegar körfuboltahunangið drýpur af hverju strái er fjölmenni í húsunum og þá þarf oft að planta áhorfendum aftan við körfurnar. Grindvíkingar voru fjölmennir aftan við aðra körfuna í DHL-Höllinni í gærkvöldi og gerðu allt sitt besta til að trufla leikmenn KR á vítalínunni. Hér sést hvar Fannar Ólafsson leikmaður KR er á vítalínunni og stuðningsmaður Grindavíkur hefur gripið til þess ráðs að snúa upp á sínar eigin geirvörtur í von um að Fannar fipist fyrir vikið.

Þess má til gamans geta að Grindvíkingurinn sem hér um ræðir heitir Ólafur Ólafsson og hefur hann leikið alla sína tíð með Grindavík og af flestum þekktur sem mikill háloftafugl og troðslumaskína. Ólafur lék í vetur í Þýskalandi með unglingaliði Eisbaren Bremerhaven en lið hans féll út í 8-liða úrslitum í unglingadeildinni svo Ólafur er heimkominn til að styðja við sína menn og gerir það með eftirminnilegum hætti. Gaman að sjá að menn eru hvergi bangnir við að fækka fötum og taka sjálfa sig ekkert of hátíðlega.

Vel má vera að þetta uppátæki Ólafs hafi náð tilætluðum árangri því KR-ingar voru aðeins með tæpa 70% vítanýtingu í leiknum í kvöld en KR hitti aðeins úr 32-46 vítaskotum sínum sem gera 14 stig en Grindavík vann leikinn með 13 stiga mun og leiða því einvígið 2-1.

Næsta uppátæki Ólafs og félaga í stuðningsmannahópi Grindavíkur verður vafalítið athyglisvert en ljóst er að þeir fá ekki að vera aftan við körfurnar í Röstinni þar sem húsið er lítið og þröngt en von er á fjölmenni á fjórðu viðureign liðanna á laugardag og afar forvitnilegt verður að sjá hvernig Grindvíkingar ætla að rúma alla þá sem mæta á leikinn.

En til að botna ofangreinda geirvörtusnúninga Ólafs má leiða að því rök að þessi aðferð til að koma mönnum úr jafnvægi sé runnin undan rifjum þeirra Matt Stone og Trey Parker en það eru höfundar vinsælu teiknimyndanna um snillingana í South Park. Þeir Matt og Trey gerðu hér um árið mynd sem heitir Baseketball og fjallar um íþrótt sem er sambland af hornabolta og körfubolta þar sem þeir félagar voru vanir að snúa upp á geirvörtur sínar og láta öllum illum látum til þess að koma andstæðingum sínum úr jafnvægi.

[email protected]
Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -