spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaMikilvægur sigur Hamars í Hveragerði

Mikilvægur sigur Hamars í Hveragerði

Hamar og Vestri áttust við í Hveragerði í gærkvöldi. Leikurinn var fjörugur og lauk með góðum sigri heimamanna, 102-86.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var staðan að honum loknum 27-24, heimamönnum í vil. Hugi Hallgrímsson opnaði annan leikhluta með góðu þriggja stiga skoti og jafnaði leikinn, en Hugi ásamt Hilmi tvíburabróður sínum voru að spila sinn fyrsta leik fyrir Vestra eftir að þeir komu á venslasamningi frá Stjörnunni. Jafnræði var áfram liðunum framan af öðrum leikhluta, en þá gerðu heimamenn gott áhlaup og var staðan í hálfleik 51-40. Í þriðja leikhluta hélst sá munur allt í gegn og var staðan að honum loknum 72-61.

Vestramenn byrjuðu fjórða leikhlutann af krafti og náðu að minnka muninn niður í 5 stig þegar um 4 mínútur voru eftir af leiknum og virtist stefna í æsispennandi lokamínútur. Mate Dalmay þjálfari Hamars tók þá leikhlé og brýndi yfir sínum mönnum, sem komu sterkir útúr leikhléinu og náðu að skora 8 stig í röð á rúmri mínútu. Eftir það gáfu heimamenn ekki eftir og náðu auka við forskot sitt jafnt og þétt og lauk leiknum með 16 stiga sigri Hamars, 102-86.

Eftir leikinn situr Hamar í öðru sæti deildarinnar með 8 stig eftir 5 leiki, en Vestri situr í fimmta sæti með 6 stig eftir sjö spilaða leiki.  

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Reynir Þór Garðarsson

Fréttir
- Auglýsing -