12:00
{mosimage}
Midi.is hefur ákveðið í samvinnu við ÍR og Hamars/Selfoss að bjóða á síðustu heimaleiki félaganna sem verða á sunnudaginn.
Þetta er vegna þeirra óþæginda sem skapaðist á úrslitaleik ÍR og Hamars/Selfoss í Lýsingarbikarnum sem fram fór í Laugardalshöll 17.febrúar sl.
Midi.is, ÍR og Hamar/Selfoss harma það mjög og vilja því koma til móts við stuðingsmenn liðanna með því að bjóða frítt á leikina á sunnudaginn.
ÍR tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn og Hamar/Selfoss fær Fjölni í heimsókn. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15.