Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þegar Boston Celtics minnkuðu forskot Miami Heat í 2-1 í undanúrslitum austurstrandarinnar og Memphis Grizzlies tóku 2-1 forystu á vesturströndinni gegn Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik.
Boston Celtics 97 – 81 Miami Heat (fyrsti leikurinn í Boston)
Miami 2-1 Boston Celtics
Kevin Garnett fór mikinn í liði Boston með 28 stig og 18 fráköst. Paul Pierce bætti við 27 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum. Hjá Miami var Dwyane Wade stigahæstur með 23 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Rajon Rondo fór úr olnbogalið á vinstri hönd í síðari hálfleik en naglinn kláraði samt leikinn í liði Boston og lauk leik með 6 stig og 11 stoðsendingar. Sjá atvikið hér í svipmyndum frá leiknum.
Memphis Grizzlies 101 – 93 Oklahoma City Thunder (fyrsti leikurinn í Memphis)
Oklahoma 1-2 Memphis
Zach Randolph var bestur í liði Grizzlies í nótt með 21 stig og 21 frákast en fimm leikmenn Memphis gerðu 10 stig í leiknum eða meira. Russell Westbrook var stigahæstur í liði Oklahoma 23 stig, 12 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 stolna bolta. Framlengja varð þennan leik þar sem staðan var 86-86 að loknum venjulegum leiktíma en Grizzlies reyndust mun sterkari á lokasprettinum og leiða því 2-1.
Mynd/ Kevin Garnett átti stóran leik fyrir Boston í nótt.