spot_img
HomeFréttir"Melo" með stórleik í mikilvægum sigri

“Melo” með stórleik í mikilvægum sigri

09:39:46
Carmelo Anthony átti stórleik fyrir Denver Nuggets í sigri á Portland Trail Blazers í nótt. Hann skoraði 38 stig í sínum fyrsta leik eftir að Denver setti hann út út liðinu í einn leik fyrir að óhlýðnast fyrirmælum George Karl, þjálfara liðsins. Sigurinn var afar mikilvægur því liðin eru að keppa um efsta sætið í Norðvestur-riðli NBA.

Þá átti Chris Paul einnig góðan leik fyrir New Orleans Hornets sem unnu Dallas Mavericks og hafa nú unnið 6 leiki í röð, það mesta sem þeir hafa náð í vetur.

Hér eru úrslit næturinnar:

Dallas 88
New Orleans 104

Portland 90
Denver 106

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -