Íslands- og bikarmeistarar Snæfells heimsóttu Stjörnuna í Garðabæinn í gær í æfingaleik. Snæfell hafði sigur í leiknum og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á undirbúningstímabilinu.
Þrír þristar á lokasprettinum frá byssunni Sean Burton vógu þungt og lokatölur reyndust 84-89 Snæfell í vil.
Stigaskor leikmanna:
Stjarnan: Justin Shouse 20 stig, Fannar Freyr Helgason 17, Jovan Zdreavevski og Marvin Valdimarsson 15, Guðjón Lárusson og Birgir Pétursson 6 og Daníel Guðmundsson 5.
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 19 stig, Ryan Amoroso 17, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Sean Burton 16, Emil Þór Jóhannsson 13, Atli Rafn Hreinsson 5 og Sveinn Arnar Davíðsson 3.
Í dag mætast svo Hamar og Snæfell í Hveragerði kl. 18:45 en þar á undan eða kl. 16:30 mætast Hamar og Snæfell í kvennaflokki.
Frétt unnin upp úr www.snaefell.is
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Nonni Mæju var stigahæstur Hólmara í gær með 19 stig.