spot_img
HomeFréttirMeistararnir bitu til baka

Meistararnir bitu til baka

 

Cleveland Cavaliers sigruðu Golden State Warriors, 137-116, í fjórða leik úrslitaeinvígis NBA deildarinnar. Eftir leikinn leiða menn Warriors þó enn 3-1, en þeir geta með sigri í næsta leik tryggt sér titilinn.

 

 

Gangur leiks

Meistararnir í Cleveland byrjuðu leik næturinnar miklu betur heldur en Warriors, staðan eftir fyrsta leikhluta 49-33 fyrir þá, en með því settu þeir nýtt met. Þar sem ekkert lið hefur náð að skora jafn mörg stig í einum leikhluta í úrslitum áður.

 

 

Undir lok hálfleiksins ná þeir svo að bæta við forystu sína, en staðan er 86-66 þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins reyna gestirnir hvað þeir geta til að komast aftur inn í leikinn. Gekk þó frekar hæglega hjá þeim. Komu muninum minnst niður í 12 stig undir loka þriðja leikhlutans. Missa heimamenn þó aftur lengra frá sér á loka andartökum hlutans og eru 19 stigum undir fyrir þann fjórða.

 

Í honum sigla Cavaliers svo öruggum 21 stigs sigri í höfn, 137-116.

 

Kjarninn

Til þess að verða meistarar, fyrir leik næturinnar, þurftu leikmenn Golden State Warriors að vinna einhvern næstu fjögurra leikja gegn Cleveland. Það var eilítið eins og þeir hafi vitað það í upphafi þessa leiks. 

 

Einnig mætti segja að til þess að losna við það að þurfa að horfa upp á eitthvað annað lið vinna titilinn þinn af þér á þínum heimavelli, hafi meistarar Cavaliers gert það sem þurfti.

 

 

Hvernig gátu þeir tapað?

Nýting heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna var algjörlega til fyrirmyndar. Settu met í, ásamt fleiri metum, í þriggja stiga körfum skoruðum í leik (20) Nánast allt ofaní úr djúpinu frá þeirra helstu byssum. Kyrie Irving með 7/12 (53%), JR Smith með 5/9 (56%) og Kevin Love með 6/8 (75%)

 

Besti maður vallarins

Með sinni 9. þrennu fór leikmaður Cleveland Cavaliers, Lebron James, framúr Magic Johnson og hefur nú skilað flestum þrennum í úrslitum, en hann skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar á þeim 40 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

 

 

3-1

Sama staða er nú komin upp og sú er Cleveland vann sig til baka úr í úrslitaeinvígi síðasta árs. Engu liði hefur áður náð að takast það komast til baka eftir að hafa verið 3-0 undir eins og Cavaliers voru fyrir leik kvöldsins, en áhugavert verður sð sjá hvort að þessi leikur í nótt hafi verið byrjunin á einhverri endurkomu, eða hvort þarna hafi einungis verið um að ræða dauðakippi meistaranna.

 

 

Næsti leikur

Næsti leikur liðanna mun fara fram á mánudaginn á heimavelli Golden State Warriors í Oakland og munu heimamenn þar aftur freista þess að klára dæmið og vinna titilinn.

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -