Miðherjinn Fannar Ólafsson, sem verið hefur fyrirliði KR undanfarin ár, snýr að öllum líkindum aftur á völlinn í stórleik kvöldsins þegar Íslands- og bikarmeistarar KR taka á móti Grindavík í DHL-höllinni. www.mbl.is greinir frá.
Fannar æfði ekki með KR-liðinu á undirbúningstímabilinu en gaf aldrei út að hann væri hættur í boltanum. Sést hefur til hans laumast á æfingar hjá liðinu síðustu tvær vikurnar eða svo og samkvæmt heimildum mbl.is verður hann væntanlega á leiksskýrslu í kvöld í fyrsta skipti á þessari leiktíð.
Fannar er 33 ára gamall og fyrrverandi landsliðsmaður.
www.mbl.is