spot_img
HomeFréttirMBC með útisigur í gær

MBC með útisigur í gær

Hörður Axel Vilhjálmsson gerði fimm stig í gær þegar Mitteldeutcher BC vann góðan 62-77 útisigur á Nurnberg í þýsku Pro A deildinni. MBC gefa ekki eftir toppsæti deildarinnar og hafa nú unnið tíu leiki og tapað einum.
Hörður gerði eins og áður segir fimm stig í leiknum, gaf 3 stoðsendingar og tók eitt frákast. MBC leikur næst á heimavelli þann 10. desember þegar þeir taka á móti
Saar-Pfalz Braves.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -