spot_img
HomeFréttirMáté eftir leik í Ólafssal "Læt mig dreyma um að verða Íslandsmeistari!"

Máté eftir leik í Ólafssal “Læt mig dreyma um að verða Íslandsmeistari!”

Njarðvík lagði Hauka í kvöld í 18. umferð Subway deildar karla, 89-97. Eftir leikinn er Njarðvík í 2. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Haukar eru í 4. sætinu með 24 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við Maté Dalmay eftir ágætan leik þrátt fyrir tap:

Nú ætla ég ekki að þykjast hafa meira vit á því en þjálfarar liða hvaða leikmenn eiga að vera inn á hvenær… en ég tók eftir því að Davis og Giga spiluðu ekkert síðustu mínúturnar…?

Þeir voru bara slakir, Kaninn var reyndar með þessa blessuðu flensu sem er að ganga, var með 40 stiga hita og við erum að fara að spila eftir 3 daga á Króknum. Mér fannst þeir bara slakir hérna og þeir voru búnir að gefast upp, það var engin ástæða til að hafa þá inn á þegar þú ert með unga graða gutta á bekknum sem eru tilbúnir til að koma inn á og keyra svolítið á þetta.

Akkúrat, og þeir gerðu bara mjög vel! Þeir voru svona að hóta því að komast inn í leikinn eftir að hafa lent rúmum 20 stigum undir…

Já ef þristurinn frá Mario í horninu hefði skrúfast upp úr…!

…helvítis þristurinn hjá Mario…!

…hann var daggerinn sko…ef hann hefði skrúfast upp úr hefðum við getað köttað þetta niður í 4 eða 3 stig…

Já og svo var það þristurinn einhverju fyrr frá Mortensen sem skrúfaðist aftur á móti upp úr hjá honum…

Já akkúrat, en auðvitað hefði þetta orðið eitthvert sögulegt comeback sko, með 3 byrjunarliðsmenn á bekknum og allt það, en það var gaman að þeir skyldu hafa þurft að fara í það að ná í Richotti aftur á bekkinn…

…einmitt, og fá Benna til að æsa sig svolítið!

Já, við getum kannski tekið það út úr þessu og vonandi fá strákarnir sem fengu hérna 5 mínútur í beit í lokin smá pepp…þetta valdeflir þá aðeins!

Já til að nota það frábæra orð! En ég verð að segja að Njarðvíkingar eru kannski einu númeri stærri en þínir menn heildina á litið…þú vilt kannski ekki taka undir það?

Nja, þeir eru með fleiri vopn sko, það er kannski málið. Þegar okkar leikur er ekki að ganga þá kannski hef ég ekkert annað, ég er að fara í stráka af bekknum sem eru að koma inn á og eru að gera sitt besta og eru fínir í okkar systemi en Njarðvíkingar geta leikið sér að fara í Nacio-Hauk í fjarka og fimmu og svo geta þeir farið í Rasio-Mario fjarka fimmu sem er meiri iðnaður og þá berja þeir okkur! Svo geta þeir farið í léttleikandi skjóta-lið á móti Giga…

Jájá, Oddur kemur inn og Maciek kemur inn…

Jájá hann gerði svo sem ekki neitt sko, en það sem kannski er erfiðast fyrir okkur að díla við er að við þurftum að pæla svolítið mikið í pick‘n‘roll-vörninni okkar, þetta gekk helvíti vel í byrjun, við vorum með Orra á Nacio og við vorum að skipta á öllu, enda náðum við að búa til 10-12 stiga forystu. En svo finna þeir lausnir á því vegna þess að þeir eru með mannskapinn til að finna lausnir á þessu! Ef þeir væru bara með Óla og Maciek í sjötta og sjöunda manni eins og helmingurinn af deildinni þá gætiru ekki farið í það að rótera mönnum úr stöðu í aðra stöðu. Þetta er svona lúxus sem Keflavík bjuggu ekki við þegar þeir komu hérna, voru bara með Milka og Okeke þar sem Jaka var meiddur…en þessi topplið búa við þennan lúxus en hinir eru meira með varamenn ef við orðum það þannig.

Við erum að tala um aðeins sterkari breidd svona í stuttu máli kannski…

Já og svona fjölbreytileika, það og að við vorum aumingjar í þriðja leikhluta, það var það sem stakk okkur í þessum leik.

En segðu mér, hvað lætur þú þig dreyma um svona í úrslitakeppninni…viltu eitthvað tjá þig um það?

Ég læt mig dreyma um að verða Íslandsmeistari! Ég læt mig alveg dreyma um það sko, en við ætlum að byrja á því að ná okkur í heimavallarrétt og það byrjar á því að taka sigur á Sauðárkróki í næsta leik til að hleypa þeim ekki nær okkur. Svo skiptir ekki máli hverja við fáum í 8 liða úrslitum, við ætlum að byrja á því að komast upp úr þeim. Við erum búnir að vinna Keflavík í vetur, við töpuðum 2svar á móti Val í leikjum sem við hefðum alveg getað tekið, sérstaklega síðast þar sem vantaði bara aðeins upp á. Við erum ekkert langt frá þessum þremur liðum en ég viðurkenni það fúslega að þau eru betur mönnuð og eru betri í dag þessi topp 3 lið en við… en mig dreymir um það að taka þau í úrslitakeppninni…ég þarf mánuð í viðbót til að vinna þetta Njarðvíkulið!

Sagði Maté sem lætur engan bilbug á sér finna, toppnáungi og ekki skortir metnaðinn!

Fréttir
- Auglýsing -