spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og Valencia töpuðu mikilvægum stigum í Belgrad

Martin og Valencia töpuðu mikilvægum stigum í Belgrad

Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld gegg Rauðu Stjörnunni frá Belgrad í EuroLeague, 92-73.

Martin hafði hægt um sig í stigaskorun á þeim rúmu 9 mínútum sem hann spilaði í leiknum en skilaði tveimur stoðsendingum og stolnum bolta.

Valencia hefur verið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar síðustu vikur, en þegar þrír leikir eru eftir eru þeir í 11. sætinu, tveimur sigrum frá Baskonia sem eru í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -