Körfuknattleikskonan Marín Laufey Davíðsdóttir var um helgina útnefnd íþróttamaður Hamars fyrir árið 2012. Marín er einni körfuknattleiksmaður Hamars fyrir síðasta ár, lykilleikmaður í meistaraflokki kvenna sem trónir á toppi 1. deildar og liðsmaður í U18 ára landsliði Íslands.
Valið fór fram á aðalfundi Hamars um helgina en einnig var bryddað upp á þeirri nýbreytni að velja sjálfboðaliða ársins en sá heitir Arnar Geir Helgason og hefur til fjölda ára starfað sem ritari á körfuboltaleikjum í hveragerði.
Myndir/ Á efri myndinni er Marín Laufey en Arnar á þeirri neðri.