spot_img
HomeFréttirMaple Jordan hetjan er Warriors stilltu Celtics upp við vegg

Maple Jordan hetjan er Warriors stilltu Celtics upp við vegg

Golden State Warriors lögðu Boston Celtics í nótt í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA deildarinnar, 94-104.

Warriors unnið síðustu tvo leiki seríunnar og komnir með yfirhöndina 3-2, en þeir geta með sigri í næsta leik tryggt sér titilinn.

Þrátt fyrir að hafa ekki verið langt á undan leiddu Warriors lengst af í leik næturinnar og má segja að undir lokin hafi leikurinn ekki verið neitt sérstaklega spennandi, þar sem að munurinn var alltaf í kringum tveggja stafa tölu. Nokkuð sterkur sigur fyrir Warriors í ljósi þess að þeirra lang besti leikmaður Stephen Curry átti mjög erfitt með að fóta sig í leiknum og setti t.a.m. ekki niður eitt þriggja stiga skot í leiknum, þrátt fyrir að hafa tekið níu slík skot.

Atkvæðamestur fyrir Warriors í leiknum var Andrew Wiggins með 26 stig, 13 fráköst og þá bætti Klay Thompson við 21 stigi.

Fyrir Celtics var það Jayson Tatum sem dró vagninn með 27 stigum og 10 fráköstum. Honum næstur var Marcus Smart með 20 stig.

Sjötti leikurinn og mögulega sá síðasti í einvíginu fer fram eftir miðnætti komandi fimmtudag 16. júní.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -