Nú rétt í þessu var leik Unicaja Malaga og Gipuzkoa að ljúka og það að sjálfsögðu með sigri Malaga 74:59. Jafnt var á að miklu leyti í leiknum en í fjórða leikhluta lokuðu Malagamenn vörn sinni vel og sigruðu að lokum. Bandaríkjamaðurinn Caleb Green var stigahæstur með 14 stig fyrir Malaga. Líkt og við greindum frá í gær þá verður Jón Arnór frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla á nára. Malaga eru því einir á toppnum með 5 sigra eftir jafn margar umferðir en Real Madrid eru einnig ósigraðir og spila á morgun.
Næsti leikur Malaga í deildinni er einmitt gegn Joventut sem sigraði Barcelona í dag.