spot_img
HomeFréttirMalaga enn á sigurbraut heima fyrir

Malaga enn á sigurbraut heima fyrir

 Unicaja Malaga eru ekki að ríða feitum hesti frá Euroleague þessa dagana en heima fyrir eru þeir óstöðvandi og eru sem fyrr á toppi ACB deildarinnar eftir leiki dagsins.  Að þessu sinni voru það Laboral Kutxa Baskonia sem voru fórnarlömb þeirra Andalúsíumanna en tæpt stóð það.  76:74 varð loka niðurstaða leiksins og okkar maður Jón Arnór setti á þeim 15 mínútum sem hann spilaði 4 stig. 
 
Sem fyrr eru Malaga enn einir á toppnum eftir 19 umferðir með 16 sigra og 3 töp.  Næsti leikur er gegn liði FIATC Joventut, en Malaga menn eiga að harma að hefna gegn þeim þar sem þetta var jú einn af þeim þremur ósigrum í deildinni fram að þessu. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -